Háva -og peningamál 2008
Ef núna væri árið 950 þá væru þessir menn bara búnir að afhausa hvorn annann og kvitta svo fyrir sig með manngjöldum í hlutabréfum. Þannig er það... og þau sem hafa gleymt að leggja fyrir og rækta gyðinginn í sér... geta étið það sem úti frýs.
En það að menn séu með eitthvað ráðabrugg á nóttunni... eftir yfirfullan vinnudag?
Ég treysti engum til að hugsa skýrt eftir 10 bolla af kaffi. Mín innri amma fussar yfir slíku. Hvað þá eftir að hafa hangið vakandi frameftir öllu, komnir á sjötugsaldur.
Setjum á okkur Hávamálagleraugun:
Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
og hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.
...og því er kannski ekki skrítið að Geir skuli bara segja "Talk to the hand cauz the heads not listening" -eftir svona næturfundi?
Ærna mælir
sá er æva þegir
staðlausu stafi.
Hraðmælt tunga,
nema haldendur eigi,
oft sér ógott um gelur.
...enda móður að morgni.
Og svo eru það þeir sem fóru framúr sér og enduðu með að banka uppá hjá King David...
Bú er betra,
þótt lítið sé.
Halur er heima hver.
Blóðugt er hjarta
þeim er biðja skal
sér í mál hvert matar.
...þeir hefðu betur andað rólega í þenslustuðinu:
Fjár síns
er fengið hefir
skyli-t maður þörf þola.
Oft sparir leiðum
það er hefir ljúfum hugað.
Margt gengur verr en varir.
Ríki sitt skyli ráðsnotra hver: Davíð sem hingað til hefur öllu ráðið eins og einbirni í afmælisveislu á Arnarnesi. Eftir að hafa atast í Geir tekur hann upp atgeir og heggur fast. Hann þarf að rifja þetta upp þesselska.
Ríki sitt
skyli ráðsnotra hver
í hófi hafa.
Þá hann það finnur
er með fræknum kemur
að engi er einna hvatastur.
...það kemur sá dagur Davíð minn
Og fyrir okkur hin:
Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.
Okkur er hollast að gæta andlegrar og líkamlegrar heilsu. Restin skiptir litlu. Og munum að pengedramað, eins og allt annað, líður hjá og að við getum verið sæl með að dramað er ekki heilsuskaði heldur bara minna fé á milli handanna. Það getum við vel lifað af. Öðru eins hefur nú fólk staðið í á þessu skrítna skeri okkar.
Veit-a hinn
er vætki veit:
Margur verður af aurum api.
Maður er auðigur,
annar óauðigur,
skyli-t þann vítka vár.
Með kveðju frá fornöld,
MHG
|