miðvikudagur, október 01, 2008

Sorgardans

Óðum okkar fækka fundir
fyrnist ást,
ástin þín,
ekki mín,
ástin þín sem brást.
Ekkert getur lengur stytt mér stundir.
Sorgin hún er trygg og trú,
trygg og trú,
trúrri en þú,
þó hún mæði mig á allar lundir.
Ég vildi að sorgin,
-ég vildi að þú,-
-vildi að þú-
-værir sorgin.

Gestur 

Vinkona mín hin íranska Shadi Bashegi, orti um svipað í 10 síðna ljóði sem ég las um daginn. Þar skrifaði hún m.a:

...hans fravær gjorde ondt i mine hænder
hans fravær var allestedsnærværende.


...fallegt (og já, sorglegt)