föstudagur, júní 06, 2008

Tvöfalt líf


Við könnumst öll við múmínsnáðann, en fæstir vita að hann er ekki allur þar sem hann er séður.

Á tímabilinu 2001-2004 bjó hann í Frakklandi en þar stundaði hann meðal annars lyftingar af kappi og vann sem karlfyrirsæta. Múmínsnáðinn segist hafa haft tendensa til að reykja of mikið af kannabisefnum í Múmíndalnum en til Frakklands fór hann til að breyta um lífsstíl og prófa að vera í öðru landi. Þar reyndi hann meðal annars hómósexúel og var hirðfyrirsæta Michelin fyrirtækisisins, en hann þykir sláandi líkur Michelin manninum svokallaða sem lést úr hjartaáfalli árið 1997. Múmínsnáðinn segist hafa haft gott af því að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. „Mér fannst ég aldrei fitta inn í samfélagið í Múmíndalnum. Það eina sem ég gerði var líka að elta aðra og elta snorkstelpuna, en ég var samt aldrei viss hvort ég væri raunverulega hrifin af henni. Ég var bara meðvirkur. Þegar ég prófaði hómósexúel í Frakklandi fékk ég skýringu á því hvað var í rauninni að trufla mig og í dag veit ég alveg hver ég er,“ segir hann og hnyklar bæseppinn hugsi. „Það er gott fyrir alla að skipta um umhverfi og testa sjálfa sig. Ég væri ekki sá sem ég er í dag hefði ég aldrei farið úr Múmíndalnum".