Anno 5. júní 2008
Það var sumarhátíð foreldrafélagsins á leikskólanum í dag. Við stóðum og átum pylsur í rigningu meðan beðið var í röð eftir reiðtúr og hoppi í hoppukastala. Ég var að frjósa. Náði í regnhlíf í skottið á bílnum. Bryndís Lofts sagði að það væri "meginlands" ég sagði "transkontinental". Mér leið þó ekki mjög transkontinental við þessar aðstæður. Meira svona móðuharðindi... eitthvað.
Það varð mikill hápunktur þegar maður í KR jakka bar fram kaffi. Þá hlýnaði manni aðeins á puttunum. Kona fékk að borða pylsuna sína undir regnhlífinni minni. Við Edda fórum á klóið og frami í anddyrinu sagði maður í símann: "eina og hálfa, í hvaða gjaldmiðli? já, það fer eftir því hvaðan hann er að taka þetta lán". Mjög transkontinental. Annars var mjög vel staðið að þessari opereisjón. Duglegt foreldrafélag.
og já... ég fór í klippingu í dag. Er komin með "bob". Gafst upp á þessu blástursverkefni.
Við Vaffarinn erum með loðna handakrika þessa dagana. Við köllum það organískt pönk. "Áhrifameira en að vera í Dead bol" sagði hún þegar við hittumst á brettinu í morgun. Hún sagði líka að sér þætti hugleiðsla í því að labba upp Esjuna. Talandi um fitness...
Ég er að vinna í mynd þar sem ég fótósjoppa múmínsnáðann massaðari og grennri. Vil ekki að dóttir mín alist upp með svona slæmar fyrirmyndir. Ég ætla að líma þennan nýja snáða yfir myndirnar í gömlu bókinni.
Djók
Heyrði reyndar einu sinni sögu af foreldrum sem fóru með þroskaheftan son sinn (Downs heilkenni) til lýtalæknis. Þau vildu að hann fengi að lifa eðlilegu lífi. Sátu brosandi og Dr.Phil-leg með hann á milli sín og voru eins og mestu fávitar í heimi. Eru eflaust mestu fávitar í heimi.
Stelpan sem klippti mig í dag var eins og tveir múmínsnáðar plús einn Gaui litli í laginu. S.s. very large. Við áttum það sameiginlegt að hafa að hluta til alist upp með þroskaheftu fólki. Vorum sammála um að það gerði börnum gott. Mongólíti hvað? Þar lærði ég að það má gera grín að öllu og öllum. Þroskaheftir gera grín að sjálfum sér, við gerðum grín að þeim, þeir að okkur... þetta var standandi stuð.
Það er samt eitt sem truflar mig. Af hverju megum við ekki leggja í stæðin þeirra þegar þau mega leggja í stæðin okkar?
Steini, þú mætir á morgun. Annars geri ég hí á þig...
|