Sláturhús, slippur og flugvöllur
Mér finnst það tilheyra annari öld að hafa flugvöll í miðbænum.
Það tilheyrir líka annari öld að hafa slipp í miðbænum, eða sláturhús í miðbænum...
Sláturhúsið er löngu farið en slippurinn fer upp á Grundartanga fljótlega. Þar sem hann stendur núna eiga svo að koma kaffihús, gallerí og listamanna vinnustofur ásamt litlum íbúðum. Þar sem stóra sláturhúsið átti að standa er núna listaháskóli.
Og af hverju er enn flugvöllur í miðbænum? Ég skil það ekki. Af hverju er hann ekki bara í Keflavík og svo lest í bæinn? Lest sem myndi skutlast þetta á 15-20 min. Eins og í Köben. Og við þurfum nánast ekki að hafa fyrir rafmagninu. Hver eru rökin á bak við það að hafa þetta í borginni? Að Reykjavík sé líka höfuðborg landsbyggðarinnar? Já, en eru það ekki einhverjir nokkrir kvótakallar sem eru að tuða? Er ekki Kaupmannahöfn líka höfuðborg Jóta? Jú, en þeir þurfa samt ekki að lenda á Ráðhústorgi.
Þessi flugvöllur er ömurlega staðsettur. Fólk sem býr í miðbænum veit allt um það. Þegar ég bjó á Bergstaðastræti kom það daglega fyrir að inni í íbúðinni þurftum við að gera hlé á máli okkar meðan flugvél fór yfir. Það heyrðist nefninlega ekkert hvað var sagt á meðan. Og það er ekki kósí að taka sólbað í Hljómskálagarðinum eða Öskjuhlíð meðan flugvélar strjúka á manni skallann.
Stemmingin yrði miklu betri ef þessi völlur færi til Keflavíkur. Hann tilheyrir annari öld og öðrum tíma. Fólk fengi frið í eyrun sín fyrir þessum ógeðslega hávaða og landsbyggðarfólk þyrfti ekki að lenda fyrst í bænum og svo að koma sér til KEF á leiðum erlendis.
Það mættu standa þarna krúttíbolluleg lítil raðhús með leikskólum og fíneríi og kvótakallarnir og einkaþotueigendur gætu svo bara hoppað í kósí rafmagnslest, lesið blöðin, farið á netið, hringt og drukkið smá kaffi á leiðinni í bæinn. Alveg hreint ljómandi. En samt....?
|