Rúnkblogg
Múffan eða rúnkhólkurinn hefur mikið verið ræddur í kringum mig undanfarna daga eftir að einhverjir útvarpsmenn riðu á vaðið og fóru að tala um þennan undarlega grip.
Í kjölfarið hef ég fengið að hlusta á karlmenn ræða eigin sjálfsfróun fram og tilbage og mér skilst að þeir séu frelsinu fegnir, að fá að ræða rúnkið sitt. Verja sig með því að konur hafi fengið að tala um hinar og þessar græjur en þeir hafi aldrei mátt neitt....? Uh?
Ég skil samt ekki hvað þess della gengur út á. Það er ekki eins og rúnkhólkur fyrir karla sé nýtt fyrirbæri. Þetta hefur verið til alveg heillengi. Ég hef séð svona í Bónus í Bónusstærð með hárum og allt... en þar hét þetta Skessan en ekki "Múffan".
Platpjásur eru ekkert nýjar af nálinni en það virðist vera nýtt af nálinni að ræða þær. Svo er líka hægt að versla gúmmírump á sömu síðu. Einstaklega súrrealískt fyrirbæri. Eins og að hafa skuttogaramök við búálf myndi ég vænta.
Ætli þetta sé ekki bara einhver súr útgáfa af sódastrímdellu? Ein sú súrasta. Eftir nokkur ár verða geymslur fullar af rykföllnum "múffum" og "búálfsrumpum" og gífurlegt framboð af þessu í Kolaportinu... enda ekkert tabú lengur. Ha?
|