föstudagur, júní 27, 2008

Siggi heldur ekki framhjá

Ég á mjög góðan vin sem er vel gefin og af guði gerður. Við fæddumst með nokkura daga millibili og vorum í sama grunnskóla til nokkura ára, í sitthvorum bekknum.
Við erum krabbar.
Við erum reglusöm.
Við erum obsessive compulsive, intróvers extróvertar með léttvægt gyðingablæti -Þetta er fátt eitt af því sem við eigum sameiginlegt.

Siggi hjólar, Siggi skokkar, Siggi hýsir og tekur bakköpp, Siggi gerir hummus og Siggi stelur köttum frá fólki. Siggi er mikið fyrir stór nef og dökkhærðar konur með gleraugu.
Hann hugsar allt of mikið og ég er alltaf að segja honum að fara í afró, láta legið dúa og hugsa minna, en þá fer hann bara að hugsa um það.

Sigga finnst sitthvað ógeðslegt.

Meðal annars finnst honum framhjáhald ógeðslegt og um það fjallar hann í þessari færslu. Honum finnast líka moggabloggarar ógeðslegir og hann er ekki mikið fyrir feita parið sem býr fyrir ofan hann og er alltaf að stunda kynlíf með ljósum og látum (hjálparsveit skáta skaffar dótið).
Menn sem "mæta með tittlinginn á sér" á kaffihús eru honum ekki að skapi og hann þolir ekki almenna félagsmótun kynjanna. Hann þolir heldur ekki smásálir og Séð og Heyrt fréttir.
Hann er sérlega raffínerað eintak hann Siggi.

Um daginn fórum við Siggi með súper átta myndavél í lítinn kvikmyndasal og renndum í gegn filmum sem við höfðum dundað okkur við að taka upp á á unglingsárum. Það var rosalega gaman. Sérstaklega þótti mér hrollvekjan hans "Blóðugt vatn" vera til fyrirmyndar. Hann átti stórleik sem kotroskin maður í garði. Sjálf fann ég fallegar svart-hvítar upptökur af sólríkum vetrardegi í Reykjavík og á Þingvöllum. Klaki og sól, klettar og hús. Fallegt. Gaman að sjá hvernig ég sá fyrir 20 árum.

Siggi reyndi að lifa af á 25 þúsundkalli í júní en tókst ekki alveg. Líkt og undirrituð er hann mikið fyrir undarlegar agatilraunir og sitthvað fleira sem fólki þykir almennt ekki skemmtilegt. Það er gott að eiga einhvern að sem skilur og kann að meta slíka hluti. Frk. Best er ánægð með að eiga vinskap við Hr. BangBang. Hann er kosmískt lóð á öndverðum meið meinstrímsins.
Algerlega manual -tótallí transkontinetal.