föstudagur, júní 27, 2008

Har du haft en BOSSE fantasi?

Ég er orðin hálf leið á auglýsingum sem nota dönsku til að gera grín. Það er svo margt annað sem er fyndið. Til hvers að vera með þetta overkill?

Síðasta íslensk/danska grínið sem mér þótti fyndið var unglingurinn sem spurði danska prinsinn hvort hann hefði einhverntíman fantaserað um hommakynlíf (þetta var samt engin auglýsing heldur pönk af bestu gerð).

Fyrst spurði hann fimm sinnum á ömurlegri dönsku og mjög hratt: HarduhaftenBOSSEfantasi? og prinsinn alltaf -Ha?! ...þar til drengurinn spurði hátt og skýrt, á ensku: Have you ever had a gay fantasy!?

Friðrik hló og skellti sér á lær og Dorrit fór í panikk. Vildi "ræða" þetta. Do you know what "gay" means? Gerði illt verra. Óli í kerfi. Þetta var mjög skemmtilegt.

En ekki nota meiri dönsku í auglýsingar. Plís.