föstudagur, júní 13, 2008

Ertu ekki viss hvað þetta kostar?

Ég er búin að taka upp á nýjum sið í innkaupaferðum. Ég er með litla körfu ofan í stóru körfunni og í hana fer allt sem ég gat ekki fundið út hvað kostaði. Svo læt ég afgreiðsluunglinginn tékka fyrst á verðinu áður en ég ákveð hvort ég tími að splæsa.

Það er nefinlega vitað mál meðal meivena að í súpermörkuðum er blöffið listgrein.

(ps. ef þú vilt nánari útlistingar þá er frændi *natural born maven* og það er dr.gunni líka)