fimmtudagur, apríl 17, 2008

Uppfinning hjónabandsins

Færslan hér að neðan er frekar hress. Á teljaranum sá ég að 500 einstaklingar lásu hana. Eitthvað í hausnum á mér fór að snúast smá í kringum þetta og því hef ég ákveðið að skrifa svolítið meira.

Ég spyr... -af hverju er þessi undarlega sé krafa á okkur um að við eigum að vera í sambandi, en í raun fékk ég svar við þessu fyrir löngu, löngu síðan þegar ég skrifaði grein um uppfinningu hjónabandsins.

Í inngangsorðum greinarinnar segir þetta:

Að ganga í hjónaband er eitt af þessum fyrirbærum sem mannskepnan út um allann heim lítur á sem sjálfsagðann hlut og rúmlega það. Hvarvetna í heiminum eru ógiftir menn og konur, sem eru kominn á miðjan aldur, litinn undarlegu hornauga ef þau eru ekki “genginn út” eins og það kallast. Af einhverjum ástæðum, sem við ætlum að skoða aðeins í þessari grein, er ætlast til þess af okkur að við finnum okkur maka og göngum í kjölfarið af því í hjónaband.

... alla greinina má lesa HÉR og ef þú lest hana þá kemstu að því að það er tæknilega séð ástæðulaust að vera í föstu sambandi eftir að barnið þitt er orðið sirka þriggja ára. Hinsvegar held ég að ástæðu ástæða þess að maður vill vera í sambandi sé kannski sú að það er fínt að hafa selskap, svo lengi sem sá selskapur er gefandi og skemmtilegur. Er þaggi?
Við frænka virðumst bara vera svo flóknar mannverur að það er vandasamt að ramba á rétta hrútinn í þessum fámenna ættbálki hér á eyjunni í hnoðri.