fimmtudagur, mars 27, 2008

Loksins!

Ég held að Tipping point fyrirbærið hafi átt sér stað undanfarnar tvær vikur eftir að ég ritaði þessa bloggfærslu um ástandið á miðbænum.

Núna er allt að fara af stað. Það virðist eiga að taka til. Núna er ég kát. Þess ber að geta að maðurinn sem gerði upp verðlaunahúsið á Bergstaðastræti sem sást í Kastljósi áðan er maðurinn sem gerði húsið mitt upp og hann er snillngur. Hann heitir Sigurður og er bóndi from Skagafjordur. Hann stundar líka sviflug, hangir í Nornabúðinni og var að læra nudd. Siggi rúls!