Bræðurnir Andy Kaufman og Neil Sedaka
Ég er búin að vera með þetta á heilanum undanfarnar vikur og nú deili ég þessu með heiminum: Heimsis besti grínari, Andy Kaufman, og átrúnaðargoðið úr æsku minni hann Neil Sedaka eru ógeðslega líkir!!
...Eiginlega tvífarar og báðir stórkostlega frábærir og hressandi. Þannig að ef þú ert eitthvað óhress þá mun þetta umsvifalaust laga allt, nema þú hafir ekki húmor fyrir þessu. Þá muntu bara horfa á skjáinn og hugsa: Qué??
(Sérstaklega ber að athuga múmínsnáðavöxtinn á Neil og hvernig hann hossar sér og dúar á píanóstólnum í víðu skotunum :) Og fyrir þig sem ekki þekkir Kaufman þá er kannski sniðugra að benda á að þetta með kristnu kærustuna er djók).
|