föstudagur, febrúar 01, 2008

Skapandi bölvun

Ég á að heita skapandi einstaklingur. Í gegnum tíðina hef ég skrifað ljóð og sögur, krotað eitthvað, gert stuttmyndir og ýmislegt annað sem flokkast undir það að vera skapandi. Flestir vinir mínir tilheyra þessum flokki líka að vera svona kreatívir. Oh... við erum öll svo kreatív og það er svo sætt... en fyndnast þykir mér hvað það er sjaldgæft að sjá það fara saman; sköpuargáfu og metnað.

Það fólk sem ég þekki sem er hvað mest skapandi eyðir oft gífurlega miklum tíma í að forðast það að skapa. Að fá útrás fyrir þetta. Að búa eitthvað til. Skilja eitthvað eftir sig.
Mörg þeirra drekka ótæpilega. Hinir hanga á Facebook í tíma og ótíma. Eða horfa á heilu þáttaraðirnar á einu bretti með krónískan móral yfir því að vera ekki að "gera eitthvað". Mannskapurinn skapar einna helst undir pressu. Þegar það liggur á að gera það. Þegar það er deadline og ekki séns að sleppa því. Annars er allt gert til að koma sér EKKI að verki.

Persónulega væri ég helst til í að sjá fólki bara fyrir hugmyndum. Það væri mitt draumastarf. Taka prósentur af því sem gengur upp. Þá gæti ég bara verið í símanum allann daginn eins og býflugnadrottning og svo myndu býflugurnar gera það sem ég segi. Oh, það væri gaman! Þá myndi ég vera blóm í eggi (eggjarauða). Já, þá væri ég eggjarauða! Þá væri ég eggjarauða á brettinu með gemsann í annari og brúsann í hinni. Skapandi eggjarauða að aka um bæinn og segja fólki hvað er töff og sniðugt að gera.

Núna fer ég í bíó. Á svínið Todd.