sunnudagur, febrúar 03, 2008

Mónólókurinn Slavoj og Dr. Phil

The sensation that's sweeping the nation - Slavoj Zizek... er sannarlega það sem hann siggisiggibangbang kallar mónólókur .

Maðurinn blaðrar non-stop og gerir endalausar tengingar sem verða til þess að sá sem á hann hlustar verður afar upptekinn við að smella tengingunum saman og reyna að fá þetta heildarmynd. Við þetta fær fólk á tilfinninguna að Slavoj hljóti að vera snillingur, sem hann að vissu leyti er... en ég held að maður eigi samt að fara varlega í að skella þessu rídalíntrölli upp á stall.

Það sem er gott við hann og sniðugt, er að þarna kemur fram menntamaður sem gefur okkur til baka, tímann sem við erum búin að nota í það sem við köllum afþreyingu -en fólk í dag notar jú óskaplega mikinn tíma í að hafa ofan af fyrir sér.
Ætli meðalmaðurinn horfi ekki á sjónvarp í svona 3-4 tíma á sólarhring og þar af eru kannski tvær til þrjár kvikmyndir á viku. Slavoj kallinn er búinn að analísera kvikmyndirnar/fréttirnar=sögurnar á einhverskonar Campbell-Freaudískan máta og úr hans Slavojsku skilvindu kemur greining sem gerir það að verkum að upplýsingarnar sem maður er búinn að nema úr afþreyingunni verða að einhverskonar léttri síkóþerapíu. Hann er hálfgerður Dr. Phil intellektúala nema hvað að Slavoj talar miklu hraðar og er með flippaðan hreim og er alltaf að fikta í nefinu á sér. Hann hefur í raun meira skemmtanagildi en Phil, svo er Phil með yfirvaraskegg og það eru fáir sem taka mark á þannig fólki.