sunnudagur, janúar 20, 2008

Atburðir liðinna daga

Fimmtudagur:

Sat á Hressó og skrifaði grein um arkitektastofu sem slær öll met í avant gardisma í DK og víðar og kemst upp með það.
Datt á gólfið þegar ég gekk inn á Hressó og hrópaði GLEÐILEG JÓL til unglingsstúlknanna sem urðu vitni að fallinu.
Borðaði hádegismat með Ágústi á Gló og fór svo í smá rúnt um Hafnarfjörð. Þar sá ég ótrúlega flott bátahús en fékk að vita að þar hefði hómískur pedófíll níðst á ungum drengjum in the 80´s.
Langaði ekki í IKEA.

Föstudagur:

Rauk í Samtök Iðnaðarins þar sem ég fékk stórgóða aðstöðu í fallegri skrifstofu með útsýni yfir Esjið. Tók nokkur viðtöl og gerði smá rísörts.
Hentist heim til Orra og útlitshannaði vefsíðuna fyrir Tolla.
Fékk fagran gest um kveldið.

Laugardagur: Dásamlegur dagur heima hjá móður minni. Fékk snyrtistofumeðferð í sófanum hennar og klifraði svo upp í mannhæðarhátt NASA rúm þar sem ég sofnaði.
Fór með Ágústi í kvöldkaffi og hitti Óla Hjört sem var hreint út sagt í banastuði og kynnti mig fyrir Benny Lava. Benny Lava var skemmtilegur.


Sunnudagur:

Fékk dásamlega slísí bröns á Gráa Kettinum.
Horfði á hreint stórbrotið sólarlag við Ægissíðu ásamt móður minni og dóttur.
Borðaði kjúklingasalat hjá Garðarstætisfólkinu góða og fór svo heim með lítið og útkeyrt krútt.

Niðurstaða= Góðir dagar-Gott líf.