fimmtudagur, maí 03, 2007

Typpi

Um daginn skrapp ég á stefnumót með manni sem tók sig til og teiknaði typpi á bréfdúkinn á borðinu á veitingastaðnum sem við fórum á. Fyrir mér var þetta uppátæki fimmfalt turnoff og í kjölfarið lýsti ég yfir áhugaleysi á fleiri stefnumótum. Að honum skyldi detta þetta í hug?