miðvikudagur, maí 02, 2007

Ástarmál

Í gær horfði ég á bíómynd sem heitir The last kiss. Hún fjallaði um nokkra vini sem allir voru í einhverju rugli með ástarmálin. Enginn vildi það sem hann fékk. Allir eitthvað óánægðir.

Sá sem átti dásamlegu kærustuna hafði áhyggjur af því að líf hans væri orðið of fyrirsjáanlegt og því hélt hann framhjá með skólastelpu. Annar fékk ekki stelpuna sem hann vildi. Þriðji vildi bara lauslæti og þegar sú lausláta sem hann var hrifin af varð hrifin af honum, þá varð það ekki nógu spennandi heldur og svo framvegis.

Það fyndna er að í kringum mig eru flestir meira eða minna í vandræðum í þessum málum. Fæstir sáttir, hvort sem er í föstum hjónaböndum eða lausum samböndum. Ég skil ekki af hverju þetta þarf alltaf að vera svona mikið vesen samt. Til hvers að gera hlutina of flókna?

Eitt af því skemmtilegasta sem kom fram í þessari lala mynd var samtal milli stráksins sem hélt að lífið væri of fyrirsjáanlegt og tengdapabba hans, eftir að hann var búin að finna út að hann vildi fá konuna sína aftur (en ekki hvað?). Þegar hann sagði tengdapabbanum að hann elskaði hana þá sagði kallinn:

"What you feel only matters to you. It's what you do to the people you love. That's what matters. That's the only thing that counts."

...og þetta er svo satt. Það geta allir ropað því upp að þeir/þær elski hinn eða þennan en auðvitað skiptir það engu máli í sjálfu sér. Það sem öllu skiptir er hvað er gert. Þessi jákvæða tilfinning að elska einhvern er afleiðing af því sem maður gerir -framkomu og framkvæmdum. Sælla er að gefa en þiggja.

Handritshöfundar í Los Angeles hafa hinsvegar talið ansi mörgum trú um að ást sé einhver svimatilfinning sem fólk upplifir þegar það ofmetur aðra persónu. Valhoppandi sálufélagar í eilífri ástarvímu.
Persónulega efast ég stórlega um að það sé rétt enda virðist þetta oftast gerast þegar annar aðilinn er meira til staðar en hinn. Það er að segja, svimatilfinningin er einskonar blanda af ofmati og um leið viðbrögð við höfnun. Bæði karlar og konur eiga það sameiginlegt að telja sig meira "ástfangið" ef mótaðilinn sýnir svolítinn mótþróa. Þá magnast "ástin". Ussusssuss...

Mig grunar að vel heppnað ástarsamband/hjónaband gangi mest út á vinskap, virðingu og viðhald.... VVV. Ekki viðhald sem haldið er við as in framhjahald.is oneii... viðhalds á vinskapnum/ástinni/samabandinu. Það hefur mér sýnst á þessu fólki í lífi mínu sem lítur út fyrir að vera nokkuð hamingjusamt og enn mátulega hrifið af makanum sínum.