fimmtudagur, maí 03, 2007

Doktorinn orðinn mjór

Ég sá hann Dr. Gunna í ræktinni í dag. Hann er orðinn svaka mjór. Áfram hann. Það er gott að vera mjór. Ég vinn að því hörðum höndum að toppa Nicole Richie en það er hægara sagt en gert þegar maður þarf að borða aðal máltíð dagsins í mötuneytinu Offita ehf þar sem keppt er að því að hafa alla sem feitasta. Dr. Gunni er náttúrlega hættur að vinna þarna frá 9-5 og orðin mjór fyrir vikið.

Svona 4% af því sem er í boði hjá Offitu ehf er sykurlaust og í hádeginu er yfirleitt alltaf eitthvað brasífrasí í matinn. Ég er því byrjuð að nærast á salati í miklu magni. Það er eflaust bara hið besta mál. Gott fyrir innyflin og svona. Um helgar get ég svo kálað mér á uppáhaldinu mínu sem er bröns með: Eggjum, beikoni, amerískum pönnsum smjöri/sírópi, ristuðu brauði, melónu, steiktum tómötum, hráskinku, parmesan, rúkóla, osti, appelsínusafa og sódavatns mímósum, krossants og eðalkaffi.

Ég er bröns pervert.