miðvikudagur, apríl 04, 2007

Oprah forseti

Ég var að horfa á Opruh Winfrey og komst að því að hún er kjörið forsetaefni. Hún er ekkert smávegis með allt undir kontról. Situr við risavaxið skrifborð með 20 aðstoðarmenn og gefur skipanir, skreppur til Suður Afríku yfir helgi til að opna skóla og þekkir ALLAR helstu stjörnur landsins...og... allir elska Opruh!

Svo var ég að komast að því að Michael Moore hugsar eins og hefur tekið þetta skrefinu lengra (en ekki hvað?) Með því að smella á þennan hlekk má senda áskorun til Opruh um að bjóða sig fram. Og hér er meira um af hverju hún yrði góður forseti.

Afi sagði líka "Hún er svo helvíti sæt þessi negrastelpa"... en hann veit ekki að "negri" er orðið ljótt orð í dag. Nú eiga allir að segja svertingi eða blökkumaður. Það var ekki þannig þegar ég var að alast upp.