miðvikudagur, apríl 04, 2007

Persónulegar upplýsingar

  • Ég fékk mér hádegismat á Amokka. Borðaði eitthvað sem átti að vera samloka en var í raun salat með brauði. Þetta var gott.
  • Búin að skrifa um ítölsk húsgögn og ætti að vera að skrifa heilsufrétt en er ekki að koma mér að verki.
  • Það eru 14 ilmvatnsglös á borðinu mínu. Mér finnst besta lyktin af Guerlain karlailmvatninu og svo er euphoria blossom frá Calvin Klein skrambi góð líka.
  • Ég á eftir að njóta þess að vera í páskafríi.
  • Ég er með tyggjó. Fæ mér alltaf tvö.
  • Mig langar til útlanda yfir helgi.
  • Það er komin rót.
  • Ég pantaði vinnustaðanuddara á mánudaginn sem kom hingað og nuddaði okkur, alls 17 manns. Hún heitir Eva Rós, alveg eins og systir mín. Hún er ótrúlega góður nuddari. Mig langar að panta mér heimanudd við tækifæri.
  • Ég kann vel að meta heimsendingar.
  • Mér finnst óþægilegt að vera með tyggjó þegar ég er stressuð. Það verður til þess að ég tygg of mikið og verður illt í kjálkunum.
  • Núna er ég að fara að hlusta á diskinn hennar Noruh Jones. Trausti Júll sagði mér að honum þættann góður. Norah samdi víst flest lögin sjálf. Mér þykir Norah falleg mannvera með góða söngrödd. Það er alltaf blessun fyrir fólk þegar þetta tvennt fer saman.