föstudagur, mars 16, 2007

Runó og Ponkompt Twepnat

Edda litla dóttir mín er með skemmtilegri manneskjum sem ég þekki.

Áðan kom ég að ná í hana á Runó og hún varð mjög hrifin. Þrátt fyrir að vera bara tveggja þekkir hún nefninlega nokkrar bílategundir frá öðrum og ein þeirra er Runó. Henni fannst frábært að ég væri búin að setja bílstólinn hennar í RUNÓ. Hrópaði upp yfir sig, mjög hrifin.

Við ókum af stað og ákváðum fljótlega að taka rúnt, leita að fleiri Runóum og skoða skip. Hún stóð sig mjög vel í að finna Runóaa og svo bættust við Skódar og Passatar. Við stoppuðum við gallerí I8 og vildum sjá myndlistina hans Ragga Kjartans, en það var lokað. Mjög afleitt. Lokar kl fimm.
Þá fórum við bara á smá labb.
Í leikbæ að skoða flippuð hljóðfæri og syngja og í Mál og menningu að skoða bækur. Svo átum við heilsufæði á Næstu Grösum.

Á leiðinni heim kíktum við á skip og sungum Ponkompt Twepnat lagið, eða Spongebob Squarepants. Ég hummaði eitthvað og hún var kórinn; Ponkompt Twepnat! Ponkompt Twepnat!