fimmtudagur, mars 15, 2007

A matter of life and death

Ég á mér tvær eftirlætis kvikmyndir sem ég nefni alltaf fyrst þegar ég er spurð út í þessi mál. Önnur heitir Harold and Maude (1971) og fjallar um ástir og örlög. Hin heitir A matter of life and death (1946) og fjallar um ástir og örlög.

Lengi vel hefur enginn nema ég, af öllum sem ég þekki, séð þessar myndir... (og þá sér í lagi þá síðarnefndu), en nú verður kannski breyting á því?
Allavega eiga einhverjir eftir að fá að fylgjast með sögunni því mér skilst að Gísli Örn Garðarsson leikari sé að fara að taka þátt í uppsetningu á þessu í leikhúsi í Lundúnum.

Ég held að ég myndi aldrei vilja sjá endurgerðir á þessum myndum enda þarf þess ekki. Þær eru fullkomnar báðar tvær. Hinsvegar hlakka ég til að sjá endurgerðina af myndinni um Dorian Gray sem er víst væntanleg bráðum. Hlakka til hlakka til hlakka til. Þekki einmitt svona Dorian Gray (narcissistic personality disorder) persónu. Það eru nú meiri skrattarnir!