Ragnar Gnarr og Vignir Gnýr
Hér eru nokkur dæmi um ömurleg nöfn sem hafa orðið til hér á heimili mínu og í Garðastrætinu. Hvet þig til að segja þetta upphátt um leið og þú lest:
Vignir Gnýr
Snorri Orri
Örn Björn
Húnn Hnúi
Búi Dúi
Ragnar Gnarr
Ragnar Agnar
Agnar Gnarr
Já... að heita einu þessara nafna mætti kalla happ í óhappi. Nafnið náttúrlega ömurlegt, en ef þú heitir slíku nafni þá er bókað að það er vonlaust að taka foreldrana alvarlega ef þeir ætla að skammast -Húnn Hnúi!! Agnar Gnarr!! Snáfiði upp úr síldartunnunni!!
|