sunnudagur, mars 18, 2007

Á lausu eins og lítil belja

Það er frekar magnað að vera nýlega á lausu (s.s. ekki í festum) en af óviðráðanlegum orsökum, komast ekki út úr húsi fyrr en einhverntíma í lok næstu viku. Mann langar nebblega alltaf svo mikið að vera úti þegar maður er nýkominn á laust. Svona eins og kýr sem er hleypt út úr fjósi eftir heilan vetur af inniveru og heyáti.
Hún sleppir sér af mikilli innlifun og hreinlega dansar, en byrjar svo að slaka á eftir nokkra tíma og fyrr en varir er sumarið bara hennar náttúrulega tempó. Þá er japlað á grasi í rólegheitunum og flugur slegnar með þéttri hala-sveiflu.
Það er ekki flókið líf að vera sumarkýr.

(Af hverju í ósköpunum skyldi það vera skammaryrði að kalla konu "belju"? Kýr eru svoddan ljúflíngs skepnur.)