"Buy your adventure here"
Í dag ók ég niður Austurstræti og óskaði þess að ég hefði haft á mér myndavél.
Út um gluggann á sjoppunni Fröken Reykjavík, starði feit og föl afgreiðslustelpa með litað dökkt hár. Hún var örugglega þunn. Af svipnum mátti ráða að henni þætti þessi kuldalegi sunnudagur óbærilega boring, en undir andliti hennar var skilti sem á stóð með skær appelsínugulu letri
"Buy your adventure here".
Skemmtilegt.
|