Villingar á flótta eða flakki
Sá Bonnie and Clyde sem krakki. Féll alveg fyrir útvegavillingum og langaði mest til að samband mitt við tilvonandi lífsförunaut yrði jafn jafnræðisfullt, frjálst og ótamið og þeirra Bonnie Parker og Clyde Barrow.
Seinna sá ég svo myndir eins og Wilde at heart, Thelma and Louise, Down by Law, Drugstore Cowboy, Natural Born Killers og margar fleiri sem fjölluðu um villinga á flótta eða flakki og alltaf heillast ég jafn mikið. Ég er samt ekki morðingi.
|