Jell'o heili
Ég talaði einu sinni við mann sem sagði mér að honum þætti heilinn í sér eins og Jell'O og í hvert sinn sem í heilann kæmu nýjar upplýsingar, þá væri það eins og þegar dropi af heitu vatni lekur í Jell'O-ið. Það eyðist upp.
Þar af leiðandi var þessi maður mjög nákvæmur á þær upplýsingar sem í heila hans fóru. Valdi af stakri kostgæfni. Sniðgekk það sem honum þótti ekki nógu fínt.
Ef ég væri hann þá myndi ég kalla mig Úranus.
|