föstudagur, febrúar 09, 2007

***

Þreyttari en jarðarber sem eitt sinn var þrútið og safaríkt en liggur nú og lippast niður í ísskáp, óralangt frá þeirri jörð sem það óx upprunalega á.
Gömul kona sem veit að stundum er allt erfitt. Allt frá því að ákveða hvað á að vera í matinn yfir í að anda að sér lofti. Maður andar víst aldrei nógu djúpt.
Ofvirkur strákur sem liggur í rúminu sínu með öran huga og einmana hjarta.
*Bensíntankurinn næstum tómur
*Batteríið í símanum að klárast
*Kæft “bííb” lengst ofan í vasa