ófagra veröld
Ég fór í leikhús áðan. Eitthvað á ég stundum erfitt með að vera í leikhúsi. Kannski gleymdi ég bara að taka b-vítamínið mitt en þetta varð svona full Monty Python artí flipp yes yes yes... legt fyrir mig á köflum. Finnst t.d. einn af hverjum 10 Monty Pyton bröndurum fyndnir, en 9 af 10 Woody Allen bröndurum fyndnir. Er ekki mikið fyrir æsingsgrín. Mamma sofnaði og líka mennirnir á bekknum fyrir aftan hana. Fullt af eldra fólki stakk af í hlénu. Hún líka. Eftir sat ég með Emó og Kó.
Þó kom það fyrir að í leikritinu ættu sér stað falleg og áhugaverð samtöl. Sérstaklega þótti mér klukkulagið fínt og svo var lokasamtalið um sírenurnar sérlega fallegt og skiljanlegt.
Þegar hugurinn reikaði þá hugsaði ég líka stundum eitthvað ljóðrænt og spennandi og það hlýtur að vera plús. Það er gott að hugsa um ljóðræna og spennandi hluti.
|