sunnudagur, október 08, 2006

Lifi ég á 21 öld?

Í dag varð ég hálf svekkt. Var að fletta Fréttablaðinu og lenti á grein um álitsgjafa.

MENN til hægri og vinsti.

MENN með skoðanir á hinu og þessu. MENN eins og Andrés Magnússon og Guðmundur Steingrímsson, sem eru ágætir MENN. En þarna voru fleiri MENN. Alls 23 MENN á síðu 23... (24 með Agli Helgasyni) Allt MENN með skoðanir. Álit sem eitthvað mark er takandi á, en ekki einn einasti KVENMAÐUR.

Í greininni var talað um að álitsgjafar væru karllæg stétt... en hvernig verður svona stétt til? Hún hlýtur einfaldlega að verða til með því að þessir MENN eru spurðir hvort þeir vilja segja álit sitt á hinu eða þessu. Þeir spretta ekki bara fram og biðja fjölmiðlafólk að heyra sína skoðun. Nei, fjölmiðlafólkið stjórnar því satt best að segja hvor það leitar álits kvenmanna eða karlmanna, en af einhverjum ástæðum þá eru kvenmenn ekki spurðir álits. Undarlegur andskoti.

Um daginn lýsti litla frænka mín hún Elva Rún (7 ára) því yfir að hún horfði ekki á strákamyndir. Henni finnast strákamyndir leiðinlegar. Ég segi það sama. Strákar að gera sig breiða í typpaslag. Það finnst mér ekki skemmtilegt. Ég nenni ekki að hlusta bara á einhverja stráka. Ekki frekar en afi hefur gaman af Clueless eða Romi and Michelles highschool reunion. Ég svissa oftast af Agli Helga af því ég nenni ekki að horfa bara á einhvera þura karla tjá sig um pólitískar skoðanir sínar. Mikið meira spennandi þætti mér að horfa á þá rífast við kvenmenn. Fimm kvenmenn á móti fimm körlum. Þá væru þetta stráka og stelpu myndir. En ekki bara Karlar að spjalla. Sem er leiðinlegt.