miðvikudagur, september 20, 2006

Ömmu bakstur

Einhvernveginn á ég voðalega erfitt með að taka mark á fersku pasta frá fyrirtæki sem kallar sig "Ömmu" og skartar mynd af þremur kerlingum í íslenskum þjóðbúning á lógóinu. Ömmu sushi myndi heldur ekki gera það fyrir mig og því síður Ömmu tandoori. Kannski annað ef "amman" væri Indverji. Ég myndi alveg treysta tandoori frá indverskri Ömmu... en íslensk Amma í tandoori sveiflu er ekki mjög sannfærandi. Ég borða ekki heldur Ömmu pizzu. En Ömmu rabarbarasulta... svo ekki sé minnst á Ömmu kjötsúpu (ef hún væri framleidd)... það er sko allt annað mál.