Kris Kristofferson og Kúnígúnd
Klukkan er núna tíu að sunnudagsmorgni. Ég vaknaði klukkan sjö. Er búin að spæla egg. Drekka Mathilde kakómjólk og borða grænar tetöflur. Við Edda erum að hlusta á Kris Kristofferson. Mér er illt í litlaputta. Langar út að kaupa hátalarasnúrur en af einhverjum ástæðum opna engar verslanir hérna fyrr en tólf eða eitt. Það er eflaust af því íslendingar eru alltaf á fylleríi um helgar og nenna ekki að vakna á morgnanna. Nema þeir sem eiga lítil börn sem vekja þá.
Heimilis renóveríngar voru í gangi hjá mér í gærkvöldi. Ég fór með rimlarúmið í Góða Hirðinn. Þetta líka fína rimlarúm sem ég fékk hjá Önnu systur. Kom svo öðru húsgagni fyrir við gluggann og núna er þetta voðalega smart og smekkó allt saman.
Fékk sms seint í gærkvöldi frá flugvélapartasalanum henni Gneu Gunn sem sagði mér að eitthvað amerískt fyrirtæki, það stærsta á þotupartasölumarkaðnum, væri að reyna að fá hana til lags við sig. Og það að hún fór að vinna við þetta var bara tilviljun. Enginn svaka metnaður. Samt voða velgengni. Eins og Kúnígúnd með gyðinginn og ráðsmanninn. Enginn svaka metnaður: "ætli það sé ekki þessvegna sem þeir elska mig báðir enn". Svo drap Birtíngur þá báða á innan við tveimur mínútum og hún spurði "hver á þá að gefa mér demanta?". Einmitt.
|