þriðjudagur, júlí 25, 2006

Vespa

Áðan vorum við Þórólfur úti á svölum að borða melónu. Þá kom vespa aðvífandi og vildi tékka á veitingunum. Hún sveif í kringum melónusneiðarnar okkar en settist aldrei á þær. Hnusaði bara af þeim. Það var annað uppi á teningnum í gær. Þá vorum við úti á svölum að borða pizzur og Þórólfur hafði sett skinku á sína. Þetta kunni vespan að meta. Valdi sér sérstaklega eina skinkusneið sem hún dúllaði við af mikilli kostgæfni. Enda rándýr og kjötæta.