þriðjudagur, apríl 18, 2006

Persónulega fréttabréfið

Já. Það er spurning hvort maður fari að segja frekari persónulegar fréttir af sér. Ég veit ekki. Vinnustaðurinn var að flytja upp í Hádegismóa. Það er í sama húsi og mogginn er prentaður. Fyrst fannst mér þetta viðbjóðsleg hugmynd, en þegar ég sá hvað maður er í raun fljótur að keyra hingað þá jafnaði ég mig. Það tekur 10-14 mínútur að komast hingað af nesinu. Það er ekkert svo hrikalegt. Svo er bara um að gera að láta sig renna niður brekkur og hafa'nn sem mest í hlutlausum til að spara þessa munaðarvöru -Bensín.

Hápunktur dagsins í dag var eflaust þegar prófarkarlesarinn æpti að maður ætti að skrifa Jazz með déi "djass"og þá var spurt hvernig maður skrifaði rass og þá er svarið (ekki frá prófarkarlesaranum) "ass"...en ekki hvað? Svo var spurt hvernig maður skrifar Jasmin... og það er vitaskuld Djasmin.

Já, sei sei...

-annars er ég orðin þreytt og hlakka til að fara heim að gera grænmetissúpu og smella mér svo aðeins út fyrir borgarmörkin í kvöld.