fimmtudagur, apríl 06, 2006

Galatea, Alfreð Flóki og Tómas

Í dag er sól. Ég fór á hamborgarabúllu Tómasar í Hafnarfirði með henni Kötlu og við átum litlar hammarabollur. Þessi hamborgarastaður er fallegur. Kósí og næs. Mættu vera fleiri svona vel útfærðir staðir í RVK. Til dæmis er ekki neinn svona lítill dimmur bar með rauðu upphleyptu flauelsveggfóðri, chesterfield sófa, litlum kringlóttum borðum og myndum af fólki á veggjunum. Svona staður eins og Bobi Bar í köben. Hann er svo fínn. Annar staður sem ég held mikið upp á í Köben er Galatea kráin. Þar er plötuspilari og rykfallin barþjónn. Þar brakar mikið í gólfinu og staðurinn hefur ekki breyst síðan árið sem olían fraus. Alfreð Flóki var víst líka mikið hrifin af þessum stað og það er gaman af því Alfreð var fyrsti myndlistarmaðurinn sem hafði umpólunaráhrif á sálarlíf mitt þegar ég ráfaði í sakleysi mínu inn á sýningu hans, 12 ára gömul.