Brúnkuklístur
Jæja, ég var í brúnkuspreyjun hjá Heiðu. Ég þurfti að fara úr fötunum og klæða mig í einnota g-streng. Svo steig ég inn í sturtuklefa og Heiða úðaði á mig brúnku með mjög skipulögðum hætti. Eftir á þurfti ég að standa eins og sveittur páfagaukur með hendurnar út frá líkamanum og bíða þess að brúnkan þornaði. Á meðan skrapp Heiða fram. Svo þornaði ég svona hálfpartinn og klæddi mig í föt. Núna er ég eins og karamelluglassúr. Klístruð og brún.
Stuttu eftir að brúnkuþerapíunni minni lauk komu inn tveir ungir strákar sem sögðust vilja vera svakalega brúnir. Eins og negrar. Ég spurði hvers vegna og þeir sögðust ætla að dimmitera sem diskónegrar. -„Diskónegri“, flissaði ég og þá sagði hann afsakandi „Já, eða Diskóblökkumaður“. Það fannst mér enn fyndnara.
Nú er ég allavega mjög brún og verð að segja að þetta er helvíti fallegt. Ég er bara helvíti falleg. Helvíti falleg segi ég, já...
|