síðasti dagurinn
Þegar bomban féll sat hann sólbrúnn á svölunum. Sólbrúnn í hvítum jakkafötum með gulan kokteil og púðluhundinn nýklipptan við fætur sér.
-Undarlegt hvernig svo stór sprengja getur verið svona hljóðlát, hugsaði hann þegar reykskýið steig til himna og myndaði einskonar risavaxinn möffins sem minnti hann um leið á spik sem vellur yfir þröngan gallabuxnastreng.
Svo tók hann kók í vörina og hallaði sér aftur í stólnum. Það var nokkuð gott.
|