miðvikudagur, júlí 13, 2005

Viska

...eða "wisdom" kallast það þegar ást og gáfur fara saman. Eða "kærleikur" og gáfur. Ást til mannkyns og gáfur. Ástlausar gáfur geta oft leitt til voðaverka og gáfulaus ást sömuleiðis. Þessvegna er varla hægt að hugsa sér eftirsóknarverðari eiginleika en visku.