Dúnkur og fleiri góð orð
Orðið dúnkur er flott orð. Þegar maður lemur í dúnk þá heyrist dúnk. En dúnkur er samt ekkert sérstaklega nein hljóðgræja. Maður geymir dót í dúnkum.
Svo má reyndar dúnka bolta. Þá heyrist dúnk, dúnk, dúnk...
Hlunkur er líka flott orð yfir eitthvað sem er mikið um sig. Rekur mig þá minni til Halla og Ladda plötunnar Hlunkur er þetta. Það var rosalega fín plata. Góður tiltill og flott umslag.
Fleiri góð orð eru t.d. gos og sog sem er gos afturábak. Og áður en t.d. geysir gýs þá sogast hann ofan í jörðina og gýs (gos) svo upp. Soggos. Gæti verið nafn á nýju meik bandi. Miklir möguleikar á flottum umslögum með þjóðlegu þema.
Talandi um þorn (þjóðleg þema). Þota er fallegt orð af því það svona einhvernveginn þýtur þegar maður segir það. Og þotur þjóta. Hvort sem eru sjóþotur eða flugþotur.
|