Mátunarklefa tortúr
Hvað er málið með mátunarklefa? Af hverju er lýsingin í þeim alltaf svona hrikalega óflatterandi? Græn og eins og sérhönnuð til að drrrraaaga fram appelsínuhúð og aðrar misfellur á háöldruðu og hrörnandi holdi mínu? Maður ætti að fara í mál við eigendurna. Skil þetta eiginlega ekki. Ég er ekki svona ósexý í speglinum heima hjá mér, en um leið og ég er að fara að máta föt þá er ég orðin Rosanne Barr tvö. Assgotinn...
|