föstudagur, júlí 01, 2005

Duran Duran

Mér fannst Simon Le Bon aldrei neitt sætur hér í denn, en mikið helvíti var hann eitthvað sexý í gær með svarta semelíusteinabeltið sitt og unisex múvin sem hann greinilega nam af Brian Ferry. Mjög gott fyrir gamla konu.

Karlmenn geta verið svo hot þegar þeir eru rosa karlmannlegir en samt pínu ponsu gay í leiðinni. Eins og Bowie og Brian og fleiri... Svo var ég líka alveg ofan í þeim sem var frábært. Og fyrir framan mig stóð rosalega feitt og múmínálfalegt (snorkstelpa og múmínsnáði) par sem myndaði einskonar varnarmúr þannig að ég og hitt smotteríið, hún Magga Vaff, gátum staðið óáreittar fyrir því að einhver risi stillti sér upp fyrir framan okkur.

Þegar ég var barn hannaði ég frauðplaststoðir undir venjulega skó til að auðvelda mér að sjá upp á svið á mannamótum. Ætli fólk myndi ekki hvá ef það sæi mig á þessu í dag?