Rokk
Ég fór á rokktónleika í gærkvöldi. Queens of the stone age. Þetta var svakalega fínt rokk en helmingur skemmtuninnar fólst nú samt í því að horfa á fólkið þarna. Eins og síðast á Duran Duran. Týpu og interaksjón festival. Svona eins og wild-life park. Og allt þetta stóra gólf líka. Fólk verður einhvernveginn til sýnis á svona stóru gólfi.
Maður sér allt við það. Hvernig það labbar, hvernig því líður, hvernig það er í laginu. Allt sést.
En... ok, Queens of the Stoneage er svaka fín sveit. Virkilega vel samið rokk. Minnti mig í senn á Love and Rockets, Led Zeppelin og Sonic Youth. Mjög fínt fjúsjón þar á ferð.
|