föstudagur, júní 17, 2005

Sautjándinn

Nú á ég líklegast að vera hrikalega hress einhversstaðar úti í sólinni með ís og fána en ég er bara inni að bíða eftir frænda mínum sem ætlar að fara með okkur Eddu í Hafnarfjörðinn í afmæli til Emils frænda. Það er svolítið fúlt að hanga svona inni og bíða í góðu veðri en frekar geri ég það en að fara að troðast þetta ofan í bæ innan um æstann pöpulinn. Hata kraðak.

Af húsinu mínu er það að frétta að það er nánast búið að rífa allt út sem hægt er að rífa og næsta skref er að smiðurinn komi til að ákveða hvað við þurfum að kaupa. Reyndar vantar mig auka mann til að vinna með smiðnum þannig að ef þú veist um einhvern ungan pilt, eða nautsterka stelpu, sem er til í smá vel launað aukadjobb í svona viku þá endilega hafðu samband við mig! Ég er alltaf að lesa "atvinna óskast" en ég sé ekki neitt.

Hrikalega hlakka ég til að flytja! Pallurinn minn verður guðdómlegur. Eða svalirnar, sem eru í raun pallur af því þær eru ofan á þaki grannans.
Svo hlakka ég rosalega til að halda stórt og mikið innflutningspartý. Pulsur og gos og öl á pallinum. Jafnvel fáni og ljósasería.

Mér finnst alveg ofsalega gaman að gera svona upp hús enda Extreme Makeover og fyrir/eftir konseptið eitthvað sem ég gersamlega elska.. Kannski að ég geri mér hobbý úr þessu. Fari í bissness með smiðnum. Aldrei að vita. Maður á að elta blissið sitt segir Joseph Campell. Fyrst að finna blissið, svo að elta það. Þannig garanterar maður hamingju í lífinu.

Núna er ég hinsvegar að hanga inni og bíða eftir frænda. Lítið bliss í því.