fimmtudagur, júní 16, 2005

Yndisauki

Nú langar mig að mæla með staðnum Yndisauka fyrir fólk sem kýs að borða góðan mat.
Þessi staður er í IÐU húsinu í miðbænum og þar er hægt að fá allskonar undursamlegan mat á mjög góðu verði. Ég keypti mér t.d sérsmurða samloku áðan. Með þistilhjörtum, mozarella og ég veit ekki hvað og hvað... úr þessu líka dýrindisbrauði, og hún kostaði litlu meira en samlokuhyrnurnar í 10/11. Þó sérsmurð og úr úrvalshráefni.

Í Yndisauka kostar Berja-Smootie líka 210 kall en í 10/11 kostar hann 265. Ef manni langar í hádegispásu þá má fá sér súpu þarna og borða hana jafnvel á kaffihúsinu við hliðina á þar sem allir í Iðu eru vinir.

Yndisauki er staður fyrir fólk sem kann gott að meta. Það lekur yfir mann klassi um leið og maður svo mikið sem kíkir í kælinn.

100% meðmæli meðvitaða neytandans Möggu