mánudagur, júní 13, 2005

Meira um "launaleyndina" í Englandi

Hér er atvinnumiðlun í Bretlandi sem fókuserar á London og svæðin þar í kring. Maður slær inn starfsheiti og upp koma niðurstöður, ásamt upplýsingum um laun.

Yrði lífið ekki einfaldara ef við hefðum þetta á sama hátt hérlendis?

Mér finnst það, en samt eru einstaklingar sem halda því fram að þetta sé hið besta mál af því launaleyndin sjái til þess að maður meti sig að verðleikum. Mér finnst þetta sillí. Ef það er ekkert viðmið, hvernig á maður þá að meta stöðuna? Ef ég veit ekki hvað blaðamenn eru almennt að fá borgað fyrir greinaskrif, hvernig á ég þá að vita hvort það er verið að vanmeta mig eða ekki? Hmmm?