mánudagur, júní 13, 2005

Karlahlaupið

Allý var að bölsótast út í kvennahlaupið. Mig langar samt að sjá karlahlaupið. Væri það ekki gaman?

Feitir karlar að hlaupa saman til að sýna samstöðu sem karlar. Sveittir og másandi í eins bolum. Þetta er flott Allý! Hvarta kvarta?

Mér finnst eiginlega vanta meira af karlamenningu þar sem karlar koma saman og fara í karlaferðir, karlahlaup, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir karla, kynnstu líkama þínum karl, náðu snertingu við veiðikarlinn í þér, áfram karlar!

Það hlýtur að vera rosalega erfitt að vera karl í dag. Konur endalaust með einhverja frekju og ákveðni. Vilja jafnhátt kaup og rífa kjaft. Vilja hærri stöður og meira kynlíf. Þetta er ógurlegt. Hvernig heldurðu að þeim líði? Með Ingibjörgu Sólrúnu sem stefnir hratt á Forsætisráðherra embættið. Forsætisfrú... Ég meina. Það fer að koma tími á þetta.... Karlahlaup...