Launaleynd
Mikið finnst mér merkilegt að í bananalýðveldinu skuli enn tíðkast þessi fáránlega launaleynd. Og það sem er enn merkilegra er að ríkið skuli einnig taka þátt í henni af miklu kappi.
Fyrir fimm árum var ég að vinna á auglýsingastofu. Þar sauð ég saman texta og hugmyndir að auglýsingum og fékk að launum 170.000 krónur á mánuði (sem er ekki mikið). Á næsta borði við mig var kona sem hafði unnið þarna í mörg ár og dag einn fann hún launaseðilinn minn á borðinu og gægðist ofan í umslagið. Hún kafroðnaði í framan og fór inn til bossins sem kom svo kafrauður fram til mín og bað mig að skilja aldrei seðilinn eftir á borðinu aftur. Ég þurfti þess reyndar ekki því eftir þetta voru þeir sendir heim (til að vinnuveitendurnir þyrftu nú ekki að standa í fleiri kauphækkunum).
Í gær hitti ég stelpu sem var að vinna sem ritari hjá ríkisstofnun. Hún var með 150.000 í laun á mánuði fyrir fullann vinnudag. Í dag er hún í ámóta starfi hjá fjölmiðlafyrirtæki og er með eitthvað á milli 240.000-270.000 á mánuði.
Þegar ég vann við blaðamennsku í fullu starfi hafði ég líka 170.000 á mánuði í laun og var talin trú um að ég væri aldeilis á toppnum, en stuttu síðar komst ég að því að strákurinn sem hélt utan um filmusafnið var með 180.000 og hann var tíu árum yngri en ég.
Ég legg til að fólk, sérstaklega kvenfólk, hætti þessu kjaftæði. Af hverju á maður að þegja yfir þessu? Af hverju eru launin ekki bara tilgreind í auglýsingunum eins og t.d. í bretlandi? Þá bara gengurðu að einhverjum launum sem þú telur þig geta lifað á. Þetta er svo mikið bull hérna á íslandi. Peningar eru miklu meira tabú en nokkurntíma kynlíf )sem er ekki einu sinni tabú lengur). Peningar eru stærsta tabúið og launaleyndin er fáránlegt kúgunartæki sem á sér engann sinn líka.
"Já Jóhanna. 156.000 krónur eru mjög góð laun. Við erum að gera mjög vel við þig en þetta verður að vera algert trúnaðarmál"...
Ég spyr, hvað gerist ef Jóhanna segir manninum eða konunni á næsta borði frá laununum sínum? Verður hún rekin? Lækkar bossinn kaupið? Ég held ekki. Ég held að það sé tímabært að fara að gera eitthvað í þessu. Spyrja fólk út í laun og ræða þessi mál opinberlega og almennt. Launaleynd mæ ass...
|