laugardagur, febrúar 05, 2005

Karaoke keppni Fjármálaeftirlitsins

Ég var að taka þátt í Karaoke keppni með Fjármálaeftirlitinu. Mamma kom og passaði hana litlu mína og ég skrapp út í 3 tíma. Tók Two out of three aint bad, með Meat Loaf, Stan með Eminiem og Islands in the stream með Dolly Parton og Kenny Rogers. Allt úrvalslög. Þó held ég mest upp á Meat Loaf lagið. Hann var alltaf svo geðveikislega dramatískur og óperulegur og sveittur og síðhærður og feitur og ástríðufullur.