laugardagur, febrúar 05, 2005

Danskt sjónvarp á Íslandi

Þetta er snilld. Núna er ég með danska sjónvarpið. DR 1 og 2. Var að horfa á þátt um skáldið Benny Andersen. Að kaupa sér stóra fjölvarpspakkann eru kostakaup af því maður fær um leið þessar tvær dönsku stöðvar, sem og eina sænska og á kvöldin sýna þessar stöðvar oft mjög fínar bíómyndir. Ekki svona gamlar eins og eru oft í kassanum hér. Sem meðvitaður sjónvarpsneytandi fer ég á vefslóðirnar www.sjonvarp.is og www.dr.dk í dagslok til að kanna hvað kvöldið býður uppá. Ef ekkert spennandi er í uppsiglingu þá bora ég bara í nefið í staðinn eða geri eitthvað mis uppbyggilegt í tölvunni.

Talandi um tölvuna. Ég var að kaupa tengingu hjá hive.is. Þetta er svona líka ljómandi fínt. Núna dánlóda ég algerlega stresslaust allskonar lögum og dóti, hlusta á netútvarp, skoða treilera og hitt og þetta án þess að hafa áhyggjur. Þegar ég var hjá vódafón þá fór reikningurinn alltaf upp í eitthvað heimskulegt án þess að maður dánlódaði neinu sem vert er að minnast á. En núna, núna er gaman.

Gott að mæla svona með einhverju þegar maður er yfirleitt alltaf kvartandi. Ég ætti að reyna að vera jákvæðari. Jákvæðni dagsins: Danskt sjónvarp og hive!