Heilbrigt og fallegt hár
Neytendaráð:
Til að halda hári fallegu er málið að nota góðar hárvörur. Næring skiptir þar höfuðmáli og ef þú vilt halda hárinu þínu glansandi og fögru þá skaltu vanda valið á næringunni og alls ekki spara. Að splæsa í góða næringu er vel þess virði. Ef þú ert með litað hár þá er rétt að velja sjampó fyrir litað hár og fyrir blástur er um að gera að láta alltaf eitthvað í það sem verndar fyrir hitanum. Sjálf mæli ég eindregið með hárvörum frá Tony and Guy, en þær er nú hægt að kaupa í Lyf og heilsu.
Til þess að auka enn fremur á fegurð hársins er sniðugt að sofa á kodda úr silki eða öðru sleipu efni vegna þess að þá flækist hárið og slitnar síður.
Að lokum er alltaf gott að setja einstaka sinnum djúpnæringu eða hármaska í hárið og nauðsynlegt er að skipta reglulega um sjampótegund, en það má gera með því að nota sitt hvorn brúsann aðra hvora vikuna. Annars myndar hárið vörn gegn sjampóinu og það hefur þar með enga virkni.
Sæl að sinni
Magga hárhommi
|